1.11.2008 | 01:56
Sagan og framtíðin
Smá yfirferð.
Tekið af wikipedia:
Þróun kosningaréttar
Í fyrstu kosningunum til endurreists Alþingis, árið 1844, höfðu kosningarétt karlmenn 25 ára og eldri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um eignir. Það voru um 5% landsmanna. Árið 1903 voru ákvæði rýmkuð um kosningarétt efnaminni manna. Kosningar til Alþingis voru leynilegar frá 1908, en fram að því höfðu þær verið opinberar. Árið 1915 voru skilyrðin um eignir felld niður. Eignalausir verkamenn og vinnumenn til sveita, konur og karlar, fengu samt ekki kosningarétt fyrr en þau höfðu náð 40 ára aldri. Aldurs mörkin færðust svo niður um eitt ár á hverju ári. Allir fengu réttinn 25 ára árið 1920. Árið 1934 var kosningaréttur lækkaður í 21 ár, aftur í 20 ár árið 1968, og að lokum í 18 ár árið 1984.
hér er öll síðan.
Þar sem 5% karlmanna (efnameiri) máttu kjósa í fyrstu kosningunum 1844 er ekki óeðlilegt að sú þróun hafi nokkurn vegin haldið sér síðan (er ekki talað um að ca. 5% manna á jörðinni eigi 95%?).
Því er spurning hvort Íslendingar, frumkvöðlar á sviði stjórnsýslu (árið 930), ættu ekki að vera áfram frumkvöðlar á þessu sviði.
Hér er hugmynd:
Frá 5-8 ára eru börn í skóla við nám á lestri, skrift og stærðfræði.
15 ára eru börn sett í vinnu við ræktun matar (grænmeti, ávextir, búfénaður o.s.frv.)
20 ára þurfa allir (sem vilja taka þátt) að stunda húsbyggingar í einhverjum skilningi (hús, húsgögn, flutningar o.s.frv.
25 ára þurfa allir að hafa umsjón (vinna með/kenna) með 15 ára einstaklingunum við ræktun grænmetis, ávaxta eða búfénaðar.
40 ára þurfa allir að taka þátt í hönnun, skipulagningu og byggingu húsnæðis og viðhalds orku- vatnsveitu.
Fyrir utan 5-8 ára börn er restin um 25.000 manns af mannfjölda á Íslandi (8%).
Þetta er ívið lægri tala en vinnur við þetta í dag (30.700), en gera má ráð fyrir því að einhverri hagræðingu sé hægt að koma á þessar grunn atvinnugreinar þegar þær hafa ákveðið takmark í stað þess að einblínt sé á útflutning (gott væri ef aðaláherslan í grænmetisframleiðslu okkar væru ekki kartöflur og korn).
Hugsum nú um niðurstöðuna.
Börn eyða tíma sínum með foreldrum til 5 ára aldurs.
Fimm til átta ára eyða foreldrar og börn saman þar sem kennsla fer fram fá foreldri til barns (eða öfugt stundum) og/eða einstaklingum sem hafa getu til þess að kenna börnum áhugamál þeirra.
Frá 21 árs aldri (tvö ár af skylduvinnu lokið) fá allir einstaklingar aðgang að þeirra eigin húsnæði sem og allan þann mat sem þeir þurfa.
Eftir það getur fólk gert það sem þeim sýnist (fram til 25 og 40 ára).
Hættan er auðvitað sú að þjóðfélagið leggist á hliðina og fólk ákveði að gera ekki neitt eftir að það hefur fengið húsnæði og tryggt húsaskjól til æviloka en maður myndi ætla að margir, ef ekki flestir, fyndu sér eitthvað að gera (frjáls markaður).
Ég læt það öðrum að finna út úr því hvað er rétt og rangt (lög) eða skipuleggjendur (stjórn) en með réttu hugarfari, hugviti og samstöðu ætti þetta einmitt að vera hægt.
Fyrir þá svo sem verða sárir fyrir að hafa eytt ævinni í að safna fyrir húsnæði og vinna fyrir mat segi ég:
Hver vill ekki að börnin þeirra þurfa ekki að eyða sinni ævi í allt það rugl sem þeir sjálfir hafa eytt ævinni í til þess að gera þetta að möguleika?
Um bloggið
nisbus
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að hreinlega skipta Íslandi upp í sjálfstæð borgríki (sveitarfélög)? Þannig væru öll fjármál þeirra og lagaumgjörð á eigin höndum ásamt kvóta, vegaframkvæmdum o.þh. Núverandi fyrirkomulag er ekki að virka, það er alveg ljóst. Með slíkri skiptingu myndaðist alvöru samkeppni. Dæmi:
Íbúar borgríkjanna kjósa sér leiðtoga úr sínum röðum sem heldur uppi þeirri stefnu sem þeim líst best á. Þeir ákvarða auk þess hvernig sköttum (séu þeir til staðar) skuli varið með því að velja sjálfir hvaða verkefni þeir vilji fjármagna. Útfærslan á þessu er nokkuð snúin og nenni ég ekki að fara í hana hér.
Konungar borgríkjanna (hvað annað heiti passar betur, sveitarstjórar?) sitja landsþing og keisara (keisari af Íslandi, vel við hæfi miðað við hvernig við hugsum þó yfirstrumpur lýsi stöðunni mun betur). Sá aðili fer með landsstjórn sem gengur út á að halda landinu saman þrátt fyrir öll þessi borgríki. Þessi aðili hreinlega sér um markaðssetningu á landinu út á við og hefur yfirumsjón með framkvæmdasjóð sem snýr að sameiginlegum verkefnum s.s. vegagerð og orkuveitu (borgríki greiða inn á þau verkefni sem íbúar þeirra óska eftir að farið sé í; þannig fer ábyrgð stjórnunar á íbúa en framkvæmd verkefna á stjórnendur). Keisarinn sinnir auk þess tenglsaneti landsins við önnur lönd og stofnanir.
Með þessu fyrirkomulagi er búið að skáka IMF þar sem landið getur skapað tekjur með því að beita ótakmörkuðu regluverki til þess að tæta öll haglíkön sundur. Lönd eru vanalega með ein lög sem ná yfir allt, en þar eru Bandaríkin undanskilin. BNA hafa Stat Law and Federal Law og þessu er beitt til þess að viðhalda samkeppnisstöðu BNA. Gallinn er sá að BNA eru of stór til þess að þetta virki almennilega, en fyrir tækifærissinna líkt og Íslendinga getur þetta rifið okkur upp úr kreppunni á mettíma. Það sem tekur BNA ár að framkvæma getum við framkvæmt á 30 dögum.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 05:21
Fagna fleiri hugmyndum þó svo ég sé ekki alveg sammála
Miðað við þessa tillögu eru 5 borgríki með þá max 60.000 manns hvert (300.000/5).
Hættan þarna er sú að einn (eða fleiri) hlutar fari að hafa það mun betra en aðrir og sjái þá ekki lengur neina ástæðu til þess að vera að halda hinum uppi (C og D sérstaklega). Þetta er uppskrift að borgarastyrjöld sem verður varla til góðs.
Kannski er þetta það sem þarf en ég leyfi mér að efast.
Valdimar Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 15:13
Veit ekki til þess að það ríki borgarastyrjöld á milli Las Vegas, Delaware, Pennsylvaniu og annarra fylkja Bandaríkjanna. Þessi uppsetning er einmitt ástæða þess að BNA eru með samkeppniforskot.
Það er auk þess enginn að halda öðrum uppi. Fari borgríki í gjaldþrot þá opnast leið fyrir hin borgríkin að taka yfir. Sé samt ekki að sú staða ætti að koma upp þar sem hvert borgríki sérhæfir á tilteknu sviði. Það getur ekkert þeirra verið betri en hin á öllum sviðum.
Aðalmálið er að skoða alvarlega uppsetningu casino sérstaklega á Akureyri og Vestmannaeyjum. Ísland er vel staðsett og ættu gjaldeyristekjur að aukast verulega við þetta. Casino í Eyjum eykur streymi ferðamanna þangað þó samgöngur til eyjanna séu eins og þær eru. Sama regla og á Möltu og Monaco: íslenskur passi, no gambling.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.