29.10.2008 | 15:54
Tímanum vel varið?
Gaman er að skoða hvernig Íslendingar hafa verið að verja tíma sínum síðastliðin 10 ár og hvernig öll þessi mikla vinna sem við erum svo stolt af hafi aukið velsæld (vesöld) okkar
Grunn atvinnuflokkar:
Breyting atvinnuþáttöku á 10 árum Breyting miðað við fólksfjölgun
Samskipti og flutningar 13% 0%
Fiskveiðar -29% -42%
Fiskvinnsla -65% -78%
Rafmagn og vatnsveita 42% 29%
Byggingar 54% 41%
Landbúnaður 2% -11%
Aðrir atvinnuflokkar:
Heildsala, smásala og viðgerðir 26% 13%
Fasteignir og viðskipti 93% 80%
Opinber stjórnsýsla 48% 35%
Hótel og veitingahús 48% 34%
Heilbrigðis og samfélagsvinna 24% 11%
Bankastarfsemi 102% 89%
Menntun 50% 37%
Fólksfjölgun síðastliðin 10 ár 13%
Í þessu eru nokkrar tölur sem standa upp úr.
Bankastarfsemi trónir á toppnum með tvöföldun vinnuafls (peninga prentun er puð) eða 89% umfram fólksaukningu.
Fasteignaviðskipti nánast tvöfaldast eða 80% umfram fólksfjölgun (það er gaman að flytja).
Opinber stjórsýsla hefur verið heldur löt við að minnka útgjöldin þar sem fólki við þessa atvinnugrein hefur fjölgað um 48% (15% umfram fólksfjölgun) eða jafn mikið og hótel og veitingahúsarekstur sem er auðvitað vegna aukins ferðamannastraums.
Skuldir þjóðarbúsins hafa svo vaxið um 17% (4% umfram fólksfjölgun) svo Geir greyið getur nú varla verið að monta sig af skuldlausum ríkissjóði.
Af grunn atvinnuvegunum okkar (framleiðsla) hefur fólki ekki mikið verið að fjölga nema við húsbyggingar og rafmangs- og vatnsveitu. Líklega má rekja þessa aukningu til Kárahnjúka og annarra stórframkvæmda ríkissins.
Landbúnaðurinn virðist þó vera að dragast verulega aftur úr þar sem fólki í þessum geira fjölgar ekki nema um 2% og skulum við vona að það sé sökum þess að hagkvæmni í þeim rekstri hafi aukist til muna.
Stærsti atvinnuvegurinn okkar til langs tíma á þó mest undir högg að sækja og eru greinar tengdar sjávarútvegi þær einu sem fækka fólki á síðastliðnum 10 árum. Þarna spilar kvótakerfið væntanlega stóran þátt sem og aukin hagræðing.
Af þessu má ráða að kapítalisminn hafi hertekið þjóðarsálina og menn alveg gleymt því sem framleiðir áþreifanlegar vörur í stað flutnings fjármagns frá einum stað til annars.
Eðlilegt væri að grunn atvinnuvegirnir fækki fólki miðað við tækniframfarir og framleiðni aukist á meðan aðrir atvinnuvegir geti tekið til sín meira fólk eða þá að fólk hafi það einfaldlega betra og þurfi ekki að standa í fjármagnsflutningum daginn út og daginn inn.
Áherslurnar síðastliðin 10 ár hafa augljóslega verið á bankastarfsemi og fasteignaviðskipti. Það skyldi engan undra að miðað við slíka aukningu á vinnuafli við þessar greinar hafi kostnaður almennings á þessari þjónustu rokið upp úr öllu valdi þar sem einhver þarf að borga þessu fólki laun.
Á meðan hafa landbúnaður, samskipti og flutningar og fiskiðnaðurinn setið á hakanum.
Er ekki nýjabrumið farið af þessum „nýju atvinnugreinum“?
Um bloggið
nisbus
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.