Færsluflokkur: Bloggar
2.11.2008 | 02:01
RÚV klikkar ekki :)
Sá fyrri hluta myndarinnar Cast Away á Rúv í kvöld (nennti ekki að fylgjast með hvort hann næði aftur saman með fyrrverandi).
Gaman að sjá svona skýrt hver grundvallaratriðin eru.
- Vatn
- Matur
- Húsaskjól
Ísland hefur a.m.k. vatn og vatnsveitan er nokkuð skilvirk. Eldur (rafmagn) skipaði svo stóran þátt í lífsgæðunum og eigum við þó nokkuð af því.
Þegar kemur að seinni tveimur flokkunum hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis.
Miðað við tölur Hagstofu Íslands framleiðum við ca. 3 tómata á mann á ári.
Við framleiðum að vísu um 100 kg. af grænmeti/kormeti á mann á ári en það er skiptingin sem veldur höfuðverk.
48% framleiðslu okkar eru kartöflur og fast á hæla þeirra fylgir korn (38%).
Það er naumast að við þurfum að venjast því að borða kartöflur í hvert mál á meðan ein gúrka kostar okkur 100 kr.
Ef miðað er við að hvert mannsbarn á landinu borði 100 gr. af grænmeti á dag gerir það 36,5 kg. á ári. Við framleiðum um 100kg. á mann á ári svo þar eru rúm 60 kg. af grænmeti á mann á ári sem við borðum ekki.
Það er spurning hvort ekki sé hægt að framleiða nægilega mikið af grænmeti (í þeim flokkum sem manneldisráð reiknar með að við þurfum) til þess að anna allri þessari eftirspurn?
Ég held að það ætti að vera hægur vandi með hita og vatni sem kemur upp úr jörðinni okkur að kostnaðarlausu.
Hvað viðkemur búfénaði eigum við a.m.k. nóg landsvæði.
Hvað þýðir það ef öll okkar fæða er framleidd á Íslandi?
Enginn innflutningur á mat (flutningskostnaður sem fylgir því að búa ekki nálægt neinum).
Allt umfram okkar eigin neyslu getur talist til hagnaðar (svo lengi sem hægt sé að koma því í verð).
10.000 manns ættu að geta framleitt nægilega mikla fæðu fyrir 300.000 manns (tveir árgangar).
Hver einstaklingur þyrfti að framleiða sem svara fæðu 30 manna á ári.
Einn maður þarf fæðu sem svarar ca. 1,5 kg af fæðu á dag sem gerir um 547 kg. á ári (u.þ.b. 2 beljur). Þar er því hver einstaklingur sem ræktar beljur að skila ca. 60 beljum á ári (að frátaöldu mjólkinni, skyrinu, smörinu og rjómanum.)
Ef við viljum öll vera grænmetisætur eru það um 450 tonn á ári eða 45 tonn á ári á hvern mann sem ynni við slíka ræktun (miðað við 10.000 manns).
Hvað þarf raunverulega mikið af fólki til þess að sjá öllum Íslendingum fyrir mat allt árið um kring?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 01:56
Sagan og framtíðin
Smá yfirferð.
Tekið af wikipedia:
Þróun kosningaréttar
Í fyrstu kosningunum til endurreists Alþingis, árið 1844, höfðu kosningarétt karlmenn 25 ára og eldri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um eignir. Það voru um 5% landsmanna. Árið 1903 voru ákvæði rýmkuð um kosningarétt efnaminni manna. Kosningar til Alþingis voru leynilegar frá 1908, en fram að því höfðu þær verið opinberar. Árið 1915 voru skilyrðin um eignir felld niður. Eignalausir verkamenn og vinnumenn til sveita, konur og karlar, fengu samt ekki kosningarétt fyrr en þau höfðu náð 40 ára aldri. Aldurs mörkin færðust svo niður um eitt ár á hverju ári. Allir fengu réttinn 25 ára árið 1920. Árið 1934 var kosningaréttur lækkaður í 21 ár, aftur í 20 ár árið 1968, og að lokum í 18 ár árið 1984.
hér er öll síðan.
Þar sem 5% karlmanna (efnameiri) máttu kjósa í fyrstu kosningunum 1844 er ekki óeðlilegt að sú þróun hafi nokkurn vegin haldið sér síðan (er ekki talað um að ca. 5% manna á jörðinni eigi 95%?).
Því er spurning hvort Íslendingar, frumkvöðlar á sviði stjórnsýslu (árið 930), ættu ekki að vera áfram frumkvöðlar á þessu sviði.
Hér er hugmynd:
Frá 5-8 ára eru börn í skóla við nám á lestri, skrift og stærðfræði.
15 ára eru börn sett í vinnu við ræktun matar (grænmeti, ávextir, búfénaður o.s.frv.)
20 ára þurfa allir (sem vilja taka þátt) að stunda húsbyggingar í einhverjum skilningi (hús, húsgögn, flutningar o.s.frv.
25 ára þurfa allir að hafa umsjón (vinna með/kenna) með 15 ára einstaklingunum við ræktun grænmetis, ávaxta eða búfénaðar.
40 ára þurfa allir að taka þátt í hönnun, skipulagningu og byggingu húsnæðis og viðhalds orku- vatnsveitu.
Fyrir utan 5-8 ára börn er restin um 25.000 manns af mannfjölda á Íslandi (8%).
Þetta er ívið lægri tala en vinnur við þetta í dag (30.700), en gera má ráð fyrir því að einhverri hagræðingu sé hægt að koma á þessar grunn atvinnugreinar þegar þær hafa ákveðið takmark í stað þess að einblínt sé á útflutning (gott væri ef aðaláherslan í grænmetisframleiðslu okkar væru ekki kartöflur og korn).
Hugsum nú um niðurstöðuna.
Börn eyða tíma sínum með foreldrum til 5 ára aldurs.
Fimm til átta ára eyða foreldrar og börn saman þar sem kennsla fer fram fá foreldri til barns (eða öfugt stundum) og/eða einstaklingum sem hafa getu til þess að kenna börnum áhugamál þeirra.
Frá 21 árs aldri (tvö ár af skylduvinnu lokið) fá allir einstaklingar aðgang að þeirra eigin húsnæði sem og allan þann mat sem þeir þurfa.
Eftir það getur fólk gert það sem þeim sýnist (fram til 25 og 40 ára).
Hættan er auðvitað sú að þjóðfélagið leggist á hliðina og fólk ákveði að gera ekki neitt eftir að það hefur fengið húsnæði og tryggt húsaskjól til æviloka en maður myndi ætla að margir, ef ekki flestir, fyndu sér eitthvað að gera (frjáls markaður).
Ég læt það öðrum að finna út úr því hvað er rétt og rangt (lög) eða skipuleggjendur (stjórn) en með réttu hugarfari, hugviti og samstöðu ætti þetta einmitt að vera hægt.
Fyrir þá svo sem verða sárir fyrir að hafa eytt ævinni í að safna fyrir húsnæði og vinna fyrir mat segi ég:
Hver vill ekki að börnin þeirra þurfa ekki að eyða sinni ævi í allt það rugl sem þeir sjálfir hafa eytt ævinni í til þess að gera þetta að möguleika?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 15:54
Tímanum vel varið?
Gaman er að skoða hvernig Íslendingar hafa verið að verja tíma sínum síðastliðin 10 ár og hvernig öll þessi mikla vinna sem við erum svo stolt af hafi aukið velsæld (vesöld) okkar
Grunn atvinnuflokkar:
Breyting atvinnuþáttöku á 10 árum Breyting miðað við fólksfjölgun
Samskipti og flutningar 13% 0%
Fiskveiðar -29% -42%
Fiskvinnsla -65% -78%
Rafmagn og vatnsveita 42% 29%
Byggingar 54% 41%
Landbúnaður 2% -11%
Aðrir atvinnuflokkar:
Heildsala, smásala og viðgerðir 26% 13%
Fasteignir og viðskipti 93% 80%
Opinber stjórnsýsla 48% 35%
Hótel og veitingahús 48% 34%
Heilbrigðis og samfélagsvinna 24% 11%
Bankastarfsemi 102% 89%
Menntun 50% 37%
Fólksfjölgun síðastliðin 10 ár 13%
Í þessu eru nokkrar tölur sem standa upp úr.
Bankastarfsemi trónir á toppnum með tvöföldun vinnuafls (peninga prentun er puð) eða 89% umfram fólksaukningu.
Fasteignaviðskipti nánast tvöfaldast eða 80% umfram fólksfjölgun (það er gaman að flytja).
Opinber stjórsýsla hefur verið heldur löt við að minnka útgjöldin þar sem fólki við þessa atvinnugrein hefur fjölgað um 48% (15% umfram fólksfjölgun) eða jafn mikið og hótel og veitingahúsarekstur sem er auðvitað vegna aukins ferðamannastraums.
Skuldir þjóðarbúsins hafa svo vaxið um 17% (4% umfram fólksfjölgun) svo Geir greyið getur nú varla verið að monta sig af skuldlausum ríkissjóði.
Af grunn atvinnuvegunum okkar (framleiðsla) hefur fólki ekki mikið verið að fjölga nema við húsbyggingar og rafmangs- og vatnsveitu. Líklega má rekja þessa aukningu til Kárahnjúka og annarra stórframkvæmda ríkissins.
Landbúnaðurinn virðist þó vera að dragast verulega aftur úr þar sem fólki í þessum geira fjölgar ekki nema um 2% og skulum við vona að það sé sökum þess að hagkvæmni í þeim rekstri hafi aukist til muna.
Stærsti atvinnuvegurinn okkar til langs tíma á þó mest undir högg að sækja og eru greinar tengdar sjávarútvegi þær einu sem fækka fólki á síðastliðnum 10 árum. Þarna spilar kvótakerfið væntanlega stóran þátt sem og aukin hagræðing.
Af þessu má ráða að kapítalisminn hafi hertekið þjóðarsálina og menn alveg gleymt því sem framleiðir áþreifanlegar vörur í stað flutnings fjármagns frá einum stað til annars.
Eðlilegt væri að grunn atvinnuvegirnir fækki fólki miðað við tækniframfarir og framleiðni aukist á meðan aðrir atvinnuvegir geti tekið til sín meira fólk eða þá að fólk hafi það einfaldlega betra og þurfi ekki að standa í fjármagnsflutningum daginn út og daginn inn.
Áherslurnar síðastliðin 10 ár hafa augljóslega verið á bankastarfsemi og fasteignaviðskipti. Það skyldi engan undra að miðað við slíka aukningu á vinnuafli við þessar greinar hafi kostnaður almennings á þessari þjónustu rokið upp úr öllu valdi þar sem einhver þarf að borga þessu fólki laun.
Á meðan hafa landbúnaður, samskipti og flutningar og fiskiðnaðurinn setið á hakanum.
Er ekki nýjabrumið farið af þessum nýju atvinnugreinum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 15:03
Hvar er þrællinn minn?
Á árum áður höfðu menn þræla til þess að sinna hinum ýmsu verkum.
Í Aþenu á tímum Periclesar voru Aþenubúar um 230.000 með um 20.000 þræla (ca. 8%).
Þessir þrælar sáu til þess að allir hinir hefðu nóg í sig og á auk þess sem þeir skutluðust með skilaboð á milli manna og skeindu þeim.
Á þessum tíma var mikið blómaskeið menningar og lista og hefur það væntanlega verið vegna þess að listamenn (sem almennt eru of latir til þess að vinna venjulega vinnu) höfðu tíma til þess að helga sig list sinni.
Þróunin í mannlegum samfélögum eftir tíma þrælanna hefur svo verið á þann veg að allir skulu þræla fyrir sínum bita af kökunni og helst nýta frítíma sinn í að skapa sér aukatekjur (fyrir flatskjáum o.þ.h.)
Tæknin hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og erum við laus við það að senda skilaboð með fótgangandi sendlum (sms og símar) og jafnvel eru til klósett sem skeina okkur. Því er undarlegt að í stað þess að hafa hneppt tæknina í þrældóm þá virðumst við vera orðin þrælar tækninnar.
Samkvæmt módeli Aþenubúa þyrftu því í kringum 8% þjóðarinnar hverju sinni að vera við þrælavinnu s.s. matvælaframleiðslu, húsbyggingar og viðhald raf- og hitaveitu til þess að Íslendingar geti haft það náðugt. Það gera um 25.000 manns eða fjóra árganga.
Má þó gera ráð fyrir því að með því að hneppa tæknina og hugvit Íslendinga í þrældóm megi minnka mannaflann sem til þarf allverulega.
Væri ekki betra að vera skikkaður til þess að eyða 4 árum ævinnar í samfélagsvinnu og þar með búa svo um hnútana að matur og húsaskjól væru tryggð það sem eftir er ævinnar heldur en að eyða 10 árum í þrældóm menntakerfisins og svo því sem eftir lifir í að vinna sér fyrir nauðsynjum (að undanskildum árunum eftir 65 ára, fyrir þá sem ekki drepa sig á vinnu)?
Hlutverk samfélags hlýtur að eiga að auðvelda íbúum þess lífið og ætti því að reyna með öllu móti að auka atvinnuleysi í stað þess að halda öllum í tilgangslausu lífsgæðakapphlaupi sem hefur engan endi né verðlaun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
nisbus
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar