Hvar er þrællinn minn?

 

Á árum áður höfðu menn þræla til þess að sinna hinum ýmsu verkum.

Í Aþenu á tímum Periclesar voru Aþenubúar um 230.000 með um 20.000 þræla (ca. 8%).

Þessir þrælar sáu til þess að allir hinir hefðu nóg í sig og á auk þess sem þeir skutluðust með skilaboð á milli manna og skeindu þeim.

Á þessum tíma var mikið blómaskeið menningar og lista og hefur það væntanlega verið vegna þess að listamenn (sem almennt eru of latir til þess að vinna venjulega vinnu) höfðu tíma til þess að helga sig list sinni.

Þróunin í mannlegum samfélögum eftir tíma þrælanna hefur svo verið á þann veg að allir skulu þræla fyrir sínum bita af kökunni og helst nýta frítíma sinn í að skapa sér aukatekjur (fyrir flatskjáum o.þ.h.)

Tæknin hefur tekið stakkaskiptum á þessum tíma og erum við laus við það að senda skilaboð með fótgangandi sendlum (sms og símar) og jafnvel eru til klósett sem skeina okkur. Því er undarlegt að í stað þess að hafa hneppt tæknina í þrældóm þá virðumst við vera orðin þrælar tækninnar.

Samkvæmt módeli Aþenubúa þyrftu því í kringum 8% þjóðarinnar hverju sinni að vera við þrælavinnu s.s. matvælaframleiðslu, húsbyggingar og viðhald raf- og hitaveitu til þess að Íslendingar geti haft það náðugt. Það gera um 25.000 manns eða fjóra árganga.

Má þó gera ráð fyrir því að með því að hneppa tæknina og hugvit Íslendinga í þrældóm megi minnka mannaflann sem til þarf allverulega.

Væri ekki betra að vera skikkaður til þess að eyða 4 árum ævinnar í samfélagsvinnu og þar með búa svo um hnútana að matur og húsaskjól væru tryggð það sem eftir er ævinnar heldur en að eyða 10 árum í þrældóm menntakerfisins og svo því sem eftir lifir í að vinna sér fyrir nauðsynjum (að undanskildum árunum eftir 65 ára, fyrir þá sem ekki drepa sig á vinnu)?

Hlutverk samfélags hlýtur að eiga að auðvelda íbúum þess lífið og ætti því að reyna með öllu móti að auka atvinnuleysi í stað þess að halda öllum í tilgangslausu lífsgæðakapphlaupi sem hefur engan endi né verðlaun.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

nisbus

Höfundur

Valdimar Kristjánsson
Valdimar Kristjánsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband